Fleiri ruslafötur í hverfið - sérstaklega í Grundagerðisgarð

Fleiri ruslafötur í hverfið - sérstaklega í Grundagerðisgarð

Er nýlega flutt í hverfið úr miðbæ Reykjavíkur og tek eftir því hvað er rosalega lítið af ruslafötum. Mér þykir mikilvægt að bæta fleiri við til þess að halda hverfinu okkar hreinu.

Points

Ekki mikið mál að framkvæma en getur aukið líkurnar á því að fólk hirði upp ruslið sitt.

Sammála, það sárvantar ruslafötur alls staðar í hverfið. Ég fékk mér hund fyrir einu ári, og hef stundum þurft að labba 20 mínútur áður en ég kem að næstu ruslatunnu, sem þá oft eru þegar stútfullar. Tunnurnar sem eru í hverfinu eru einnig margar hverjar svo gamlar og lúnar, að botninn dettur endrum og eins af, og ruslið pompar niður. Fleiri tunnur og nýrri!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information