Heilsuræktartæki fyrir fullorðin börn

Heilsuræktartæki fyrir fullorðin börn

Fallegt og gaman væri að fá heilsuræktartæki í leynigarðin okkar hér milli Háaleitisbrautar og Safamýrar, bak við Miðbæ. Þá er hér verið að meina tæki til að hægt sé að taka léttar æfingar eftir góðan hlaupa/göngu- og eða hjólatúr. Sambærileg tæki finnast m.a. á Klambratúni og í Fossvoginum.

Points

Hverfið er að yngjast og því fullt af fólki sem er í daglegri hreyfingu og gætu þegið smá aðstöðu til að taka létta æfingar. Svo ekki sé talað um eldra fólki okkar hér sem tekur röska göngutúra og hefði gaman af því að liðka sig í tækjunum.

Þessi hugmynd hefur verið færð í Þín Rödd í ráðum borgarinnar og hægt er að finna hana hér: https://thin-rodd.betrireykjavik.is/post/9082

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information