Göngustígur austan við Múlaborg

Göngustígur austan við Múlaborg

Svæðið sem liggur frá aðalhliðinu á Múlaborg og að Háaleitisbraut 15-17 er nýtt sem göngustígur sem allmargir nýta sér sem vilja ekki ganga/hjóla alveg upp við umferðina við Háaleitisbraut. Vandamálið er að þessi gönguleið er grýtt og sérstaklega vond yfirferðar í snjó og hálku. Því myndi ég og fleiri vilja sjá þessu svæði breytt í göngustíg.

Points

Mikil umferð er oft um Háaleitisbrautina og kjósa því margir að labba innar í hverfinu, sérstaklega með lítil börn. Eini göngustígurinn að Múlaborg liggur við Háaleitisbrautina, hér væri því bót í máli.

Þetta er undarlega vanrækt svæði í annars fallegu og rótgrónu hverfi. Væri mikil bót.

Þetta myndi stórbæta tengingu íbúa við leikskólann, sérstaklega þegar maður fer með barnið á hjóli eða kerru.

Eftir að Samgöngustofa flutti i húsnæðið fyrir framan Múlaborg hefur umferðin upp að leikskólanum stóraukist. Því væri mikil bót ef göngustígurinn yrði lagfærður. Þannig væri hægt að velja öruggari gönguleið að leikskólanum.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information