Fella aspir á lóð Garðaborgar

Fella aspir á lóð Garðaborgar

Á lóð leikskólans Garðaborgar við Bústaðaveg eru á annan tug risa aspa sem eru farnar að valda stórkoslegum skemmdum á lóðinni. Þessi lóð er í hrópandi ósamræmi við starfsemina sem þarna fer fram. Stórir steinar um allt og risa tré sem skyggja á lóðina og skemma jarðveginn. Í fyrra sumar mætti hópur fólks frá borginni til að taka sýnikennslu hvernig fella ætti trén, við þá athöfn fór eitt tré niður en bútar af því á víð og dreif um lóðina. Þetta umhverfi er ekki börnum bjóðandi!

Points

Fellum aspirnar og bjóðum börnunum upp á betra umhverfi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information