Fuglafóðursjálfsalar við Tjörnina
Allir tjarnarfuglarnir fái góða fæðu
Það hefur sýnt sig að brauðgjöfin veldur mengun í Tjörninni (ofauðgun á næringarefnum sem skyggir Tjörnina meðal annars), hvort sem er að vetri eða sumri.
Með því að setja upp sjálfsala með fóðri fyrir endur og gæsir við Tjörnina má koma í veg fyrir að verið sé að fóðra þær á brauði sem bæði mengar Tjörnina og dregur að máva. Sjálfsalarnir væru þannig úr garði gerðir að fuglarnir gætu sjálfir náð sér í fæðuna og svo væri önnur tegund þar sem fólk getur keypt fóður og gefið fuglunum. Þannig verður ennþá hægt að fara niður að Tjörn og gefa fuglunum.
Fuglarnir á Tjörninni hafa nóg æti. Nýjustu aðgerðir í Vatnsmýri hafa bætt fuglalífið umtalsvert. Ekki er nauðsynlegt að fóðra fuglana nema þegar frosthörkur og jarðbönn gera þeim lífið leitt í ætisleit. Þá ætti borgin að huga að því að gefa þeim fuglum sem dvelja hér allan veturinn. Ekkert er að því að fólk gefi fuglunum brauð yfir vetrartímann. Brauðgjafir á sumrin eru hins vegar með öllu óþarfar og laða að vargfugl sem gerir andfuglum og ungum þeirra lífið leitt.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation