Göngu- og hjólastígur í báðar áttir upp Kaplaskjólsveg, á upplyftum gatnamótum yfir Hringbraut, upp Bræðraborgarstíg og niður í Kvosina. Örugg, barnvæn og skemmtileg leið með litlum halla fyrir alla fjölskylduna. Sérhannað vel upplýst svæði yfir Hringbraut þar sem börn komast óhult ein yfir. Leiðin tengir saman á öruggan hátt: íþróttasvæði, skóla, sund, verslanir, söfn og miðborg. HUGMYND VALIN AF ÍBÚASAMTÖKUM VESTURBÆJAR.
Þessi hugmynd var færð úr Hverfið mitt 2016 og hægt er að finna hana hér: https://hverfid-mitt-2016.betrireykjavik.is/post/7849
Umferðaröryggi og sekmmtileg leið fyrir börn og fullorðana sem nota virka samgöngumáta. Börnin geta farið örugg milli Gamla Vesturbænum og nýja Vesturbæjar : niður á KR, í Vestubæjarsundlaug, í Melabúðina, niður á Ægisíðu, í ísbúðina, niður í miðbæ, niður á höfn, til vina og á milli skóla.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation