Fríar skólamáltíðir í grunnskólum landsmanna - nauðsyn

Fríar skólamáltíðir í grunnskólum landsmanna - nauðsyn

Fríar skólamáltíðir í grunnskólum landsmanna - nauðsyn

Points

Nauðsynlegt að tryggt sé að öll skólabörn fái hollar og góðar máltíðir yfir daginn. Því miður hafa ekki allir foremdrar bolmagn til að greiða fyrir máltíðir barna sinna og þá verður til mjög sýnilegur ójöfnuður á kjörum barnanna - jafnvel tilefni eineltis

Ekki sammála því að þær skuli vera fríar - en á sama verði og máltíðirnar í ráðhúsinu ( var það ekki 450.- ?) - og borga með miðum, þannig vita börnin ekki hver kaupir miðana hjá skrifstofunni og hver fær þá í gegn um félagsmálaaðstoð, og þar með er þeirri átyllu til eineltis rutt úr vegi.

af hverju ekki borga máltíðna miað eftir tekjum viðkomandi...

af hverju ekki borga máltíðna miað eftir tekjum viðkomandi...

Afhverju ekki að skattpína almenning og gefa næstu kynslóð að borða, kannski ná þau að þroskast eitthvað ef þau hafa góð vítamín og næringu til að vinna ur. Þarf almenningur ekki hvort sem er að fæða þessi börn á einn veg eða annan? HVer eru rökin á móti því að vera með varanet fyrir næstu kynslóð?

Foreldrafélagið gæti t.d. lagt út fyrir þessu og verið með fjáraflanir sem hægt væri að borga sig frá.

Það að bjóða uppá eh frítt bara vegna þess að einhverjir örfáir hafi ekki efni á því er ranghugsun að mínu áliti. Fólk á að axla ábyrgð á sínu hvort sem það er það sjálft eða börnin þeirra. Velflestir hafa efni á því að borga fyrir skólamáltíðir sem ættu að vera á kostnaðar verði. Ef eh hafa ekki efni á þá á það að fara í gegnum félagsmálakerfið. En það að hafa allt frítt er ekki af hinu góða!

Ein heitmáltíð per barn styður við þroska. Þetta er eitt af þvísem við viljum tryggja hér á landi og annarstaðar að öll börn fái að þroskast til manns. Þetta er ekki stórt vandamál hér. En að öll börn fái eina holla og heitamáltíð getur meðal annars dregið úr allskonar leiðindum í þroskaferlinu. Þetta er eitt af því sem Finnar eru stoltir af. Og í sumum skólum á fátækum svæðum, þá er heita máltíðin fyrsta máltíð fyrir skólastarf svo að börnin hafi orku.

Það sem mælir gegn þessari hugmynd er að skólar eru menntastofnanir og meðan að fjármagnsskortur veldur því að kennslan er ekki eins og best verður á kosið (stækkun bekkja, lítil þjónusta við börn með sérþarfir o.fl.) þá á frekar að láta þá borga fyrir matinn sem neyta hans. Hin rökin eru að ég er viss um að maturinn verður enn rýrari að gæðum en nú er og það vil ég ekki bjóða mér, nemendum mínum eða mínum eigin börnum upp á.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information