Gera gatnamót Vesturgötu og Framnesvegar ánægjuleg og örugg

Gera gatnamót Vesturgötu og Framnesvegar ánægjuleg og örugg

Endurhönnum gatnamót Vesturgötu og Framnesvegar með tilliti til gangandi og hjólandi vegfarenda. Gerum svæðið öruggara, vistvænna og ánægjulegra. Gerum pláss fyrir gróður og bekki, því ef bílastæðin og malbikið er skipulagt betur opnast pláss fyrir skemmtilegra göturými. Austast fyrir framan Vesturgötu 50 er sólríkur og skjólsæll blettur sem væri tilvalinn fyrir bekk.

Points

- Laga blindhorn fyrir bíla sem koma akandi úr vestri og ætla að beygja upp Framnesveg. - Á gatnamótunum er óþarflega mikið pláss notað fyrir bíla. - Gangstétt fyrir framan Vesturgötu 50 hefur verið nýtt sem bílastæði í langan tíma, gerir börnum erfitt að ganga eftir Vesturgötunni norðan megin, annað hvort eru þau fyrir aftan bílana eða þurfa smeygja sér inná milli. - Í stað þess að nota allt svæðið fyrir bíla væri hægt að koma fyrir bekk á sólríkum og skjólsælum stað og auka gróður.

Þessi hugmynd hefur verið færð í Þín Rödd í ráðum borgarinnar og hægt er að finna hana hér: https://thin-rodd.betrireykjavik.is/post/9203

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information