Breytingar á götumynd

Breytingar á götumynd

Ég er fædd og uppalin við ofanverðan Hlemm frá lokum stríðs til níunda áratugarins þar sem ég á nú húseign sem hefur þegar tekið miklum stakkaskiptum. Í mínum huga væri frábært ef efsti hluti Hverfisgötu og Laugavegar frá Hlemmtorgi upp að gatnamótum Katrínartúns yrði gerð að vistgötu líkt og gert var við Þórsgötu á sínum tíma og tókst framúrskarandi vel. Umferð er talsvert á annan máta en áður var þar sem Hlemmtorg með allri sinni stafsemi býður ekki uppá gegnumakstur.

Points

Hægir á umferð þar sem íbúðarhúsnæði er mjög nálægt götu svo og mikil sjónarprýði á stað sem auðvevlt væri að koma slíku við.

Tek undir hugmyndina og rök Laufeyjar. Annað í svipuðum dúr á Hlemmsvæðinu: Tryggja löglega og góða leið fyrir þá sem hjóla Laugaveg-Laugaveg og Laugaveg-Hverfisgötu í gegnum Hlemm, án þess að þurfa að nota ónýta gangstéttir þar sem maður ónæðir gangandi. Kannski fjarlægja bílastæði fyrir framan löggustöðina og hafa hjólastíg eða hjólavísa í staðinn.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information