Furulundur við gatnamót Gullinbrúar og Hallsvegar

Furulundur við gatnamót Gullinbrúar og Hallsvegar

Það er mikil umferð á Gullinbrú og á gatnamótum við Hallsveg eru umferðaljós, oft margir bílar í biðstöðu þar og spúa koltvísýringi. Einnig er hávaði frá þeim og ég tala nú ekki um ef þeir þjóta eftir Gullinbrú á grænu ljósi. Gatnamótin eru ekki varin með hljóðvörn. Mín tillaga er að settur verði upp trjálundur af hávöxnum furu trjám vestan við þessi gatnamót sem myndi bæði hljóðdeifa og kolvetnisjafna svæðið. Svo yrði einnig mikil prýði af þessum lundi.

Points

Eins og segir í tillögunni þá stöðvast bílar þarna vegna umferðaljósa, spúa koltvísýringi og einnig er oft hávaði frá þeim. Þá væri rökrétt að kolvetnisjafna svæðiði með gróðri. Það eru hljóðmanir sitt hvoru megin við þessi gatnamót. Þegar bílar aka um Gullinbrú á grænu ljós er oft mikill hávaði frá þeim, þá sér í lagi stórum gámabílum. Þeir fara þarna oft um seint á kvöldin og mjög snemma á morgnanna. Eins og sést á myndinni þá er þetta mikið berangurssvæði, en fallegur gróður víða í kring.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information