Fjölga leiktækjum í Hljómskálagarðinum

Fjölga leiktækjum í Hljómskálagarðinum

Hafa leiktæki fyrir börn á fleiri stöðum en nú er og einnig grill. Svæðið mætti einnig fá meira af trjágróðri, þar sem vindasamara er nú en áður eftir að tré voru fjarlægð af allmörgum stöðum. Garðurinn á að þjóna hverfinu sem skjólsæll og yndisstaður, ekki bara fyrir stórviðburði. Skjól er nauðsynlegt til að fjölskyldur nýti sér garðinn en mikið hefur fjölgað á góðviðrisdögum.

Points

Þessi hugmynd hefur verið færð í Þín Rödd í ráðum borgarinnar og hægt er að finna hana hér: https://thin-rodd.betrireykjavik.is/post/9176

Röksemdirnar eru þær, að fjölskylduvænum stöðum í hverfinu þarf að fjölga og það er gert með leiktækjum og auðvitað aðstöðu fyrir grillmeistara hverrar fjölskyldu. Bý við hlið garðsins og fylgist því vel með, hvaða hópar nýta sér hann ehlst og hvar. Fólkið flykkist að skjólsamari hlutum garðsins, því ætti að fjölga mjög trjám jafnvel meðfram göngubrautunum, þar sem ,,innlögnin" eða sólfarsvindarnir eru nokkuð kuldalegir á sólríkum dögum sem eru einna helst í noðranáttum og því af hafi

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information