Hraðahindranir í Tjarnargötu

Hraðahindranir í Tjarnargötu

Það vantar sárlega hraðahindranir í Tjarnargötuna útfrá Skothúsvegi í norðurátt. Síðan Suðurgatan varð að einstefnugötu hefur umferðin á norðurleið beinst í gegnum Tjarnargötuna og ökumenn virðast afar ómeðvitaðir um að þarna er leikskóli og þal börn á ferð. Oft hefur legið við slysi, enda gerir hellulögnin fyrir framan Ráðherrabústaðinn að verkum að börn gera sér ekki grein fyrir hvar gangstétt endar og gata hefst, og vegna hnykksins á veginum við leikskólann sjá bílstjórar ekki fram á veginn.

Points

Oft hefur legið við slysi í Tjarnargötu við Tjarnarborg vegna hraðaksturs ökumanna. Þar er hlykkur á veginum og því sjá ökumenn ekki fyrirstöður á veginum, en láta það þó ekki aftra sér frá því að hunsa hámarkshraða. Að auki gerir hellulögnin fyrir framan Ráðherrabústaðinn það að verkum að börn gera sér ekki grein fyrir hvar gangstétt endar og gata hefst. Þetta er slysagildra sem þarf að ráða bót á áður en illa fer.

Veit ekki hvort hraðahindrun mun virka betur, en velti fyrir mér aðrar leiðir til að draga úr hraða. Gera enn meira úr seigjunum og etv fjölga þeim ? Hraðamyndavél ? Borgin fái heimild til að mæla hraða og sekta ?

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information