Garður og gosbrunnur Lambasel/Klyfjasel/Jaðarsel

Garður og gosbrunnur Lambasel/Klyfjasel/Jaðarsel

Ég er með hugmynd fyrir auða svæðið neðst í Lambaseli fyrir norðan hús númer 1. Þarna milli Lambasels og Klyfjasels er núna hálfgerður mói með frjálsri lúpínubreiðu. Ég vil að þarna verði gengið frá eins og gert hefur verið hinum megin við Klyfjaselið neðst við Jaðarselið, þ.e. með því að gróðursetja nokkur falleg tré/runna og tyrfa á milli trjáa. Setja síðan gangstétt upp í svæðið frá gangstéttinni fyrir neðan að og kringum gosbrunn eða styttu sem væri þarna í miðju svæðinu, ásamt einum bekk.

Points

Fólk gengur mikið svokallaðan Seljahring og það væri gaman að þarna væri hægt að setjast niður og horfa á eitthvað fallegt eins og t.d. gosbrunn eða styttu. Einstaka tré og vel slegið gras í kringum þau sambærilegt við það sem er hinum megin við innkeyrsluna upp í Klyfjasel og gangstéttir að gosbrunninum og kringum myndu gera svæðið svo miklu snyrtilegra og margir munu njóta þessarar fegurðar.

gosvatn hefur mér sýnst frekar tilganslaust , kannski þarft í heitum löndum að kæla loft í kring með raka , en lækjar eða sprænugutl er róandi , hægt að setja upp en þarf nokkuð að þeyta því frussandi upp í loft, svo er alll svona skemmt.

Þessi hugmynd hefur verið færð í Þín Rödd í ráðum borgarinnar og hægt er að finna hana hér: https://thin-rodd.betrireykjavik.is/post/9004

Móinn þarna við vatnsenda er æðislegur, mjög gaman að horfa á mosann og lyngið og þarna liggja stígar útí móa, en veit reyndar ekki hvort aðgengið er jafn gott allstaðar. Það mætti planta fleiri trjám og runnum en óþarfi að tyrfa eða sá grasi nema fyrir því sé einhver sérstök ástæða.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information