Fjarlægja grjót við Yin Yang hringtorg við fjölskyldugarð

Fjarlægja grjót við Yin Yang hringtorg við fjölskyldugarð

Nokkrir stórir steinar eru staðsettir hringinn í kringum Ying Yang hringtorgið við inngang fjölskyldugarðsins. Með aukinni hjólandi, hlaupandi og gangandi umferð um hringtorgið og stígana í kring aukast líkur á slysi með árekstur við steinana. Þeir sem staðsettir eru austan megin eru sérstaklega hættulegir þar sem þeir þvera beygjuna af úr brekkunni niður á stíginn inn að húsdýragarðinum. Staðsetning vatnsbrunns við enda trástígs beinir hjólandi og hlaupandi umferð í meiri sveigju á steina.

Points

Með því að færa til 3-5 steina á austanverðu hringtorginu má koma í veg fyrir óhöpp vegfarenda.

Algjör óþarfi. Þeir sem ferðast þarna um með eðlilegum hraða verða ekki varir við þessa steina.

Hraði hjólandi er alltof mikill auk þess nota innan við 1% þeirra bjöllu eða önnur hljóðmerki.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information