Setja fjölda „Lundaverslana“ skorður

Setja fjölda „Lundaverslana“ skorður

Ég legg til að fjölda verslana sem selja túristamiðaðan varning verði settar skorður, líkt og gert hefur verið með veitingahús í miðborginni. Miðbærinn missir sjarma sinn og anda eftir því sem túristaverslunum fer fjölgandi. Ef því yrðu settar skorður væri minni líkur á því að sérverslanir og menningarmiðuð starfsemi verði bolað út.

Points

Miðbærinn missir sjarma sinn og anda eftir því sem túristaverslunum fer fjölgandi. Ef því yrðu settar skorður væri minni líkur á því að sérverslanir og menningarmiðuð starfsemi verði bolað út.

Þetta er bráðnauðsynlegt, og mesta furða að þetta sé ekki löngu gert. Verslunarrými miðbæjarins eru orðin fáránlega einsleit og óspennandi, ekki eingöngu að mati borgarbúa. Hvert okkar myndi kjósa að ferðast til slíkrar borgar? Á endanum verður harla nokkur menning né nokkur sérkenni til staðar í miðbænum, það eina sem eftir stendur verða einhverjar uppdiktaðar lundafígúrur og norskir tröll-álfar, á meðan nokkrir aðilar með enga sjálfsvirðingu og takmarkað hugvit maka krókinn!

Gæti ekki verið meira sammála, búandi í hjartanu sjálfu með þessa kransæðastíflu allt um kring.

Þetta er bara heilbrigð skynsemi, í guðanna bænum komum í veg fyrir fleiri svona búðir. Þær eru ósjarmerandi og leiðinlegar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information