Bæta hjólabrettaaðstöðuna.

Bæta hjólabrettaaðstöðuna.

Aðstaðan í þeirri mynd sem hún er nú er nánast ónothæf. Pallarnir eru lausir, beyglaðir og ljótir, járn stendur út í loft o.fl. Notast er við timburplötur á milli þeirra en ekki malbik eins og á öllum öðrum stöðum. Það þyrfti að stækka flötinn undir þetta svæði töluvert, malbika og bæta við örfáum hlutum, t.d. miniramp og railum, til að gera þetta að góðri aðstöðu. Eins og staðan er núna er erfitt fyrir byrjendur að hafa not af þessari aðstöðu. Aðstaðan nýtist einnig hlaupahjólum og línuskautum.

Points

Betri aðstaða er hvatning fyrir frekari hreyfingu. Það er mikið af krökkum í hverfinu á hjólabretti og með bættri aðstöðu gæti þeim fjölgað enn frekar. Að vera á hjólabretti er mjög góð hreyfing, sem maður getur stundað einn eða með öðrum. Einnig er þetta spurning um öryggi. Laga þarf pallana þar sem þeir eru beyglaðir og festa þá niður á malbik, ekki hafa þá lausa á möl með fúnar timburplötur á milli. Nokkrir nýjir hlutir á svæðið myndu einnig gera þessa aðstöðu töluvert betri.

Þessi hugmynd hefur verið færð í Þín Rödd í ráðum borgarinnar og hægt er að finna hana hér: https://thin-rodd.betrireykjavik.is/post/9062

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information