Strætóstopp í Fossvogsdalnum

Strætóstopp í Fossvogsdalnum

Það þarf strætóstopp í báðar áttir í Fossvogsdalnum, hjá göngubrúnni milli Fossvogs og Öskjuhlíðar, svo fólk geti bæði komist hraðar í vinnuna á LSH (Borgarspítala) og Veðurstofu og fleiri góða staði, en fyrst og fremst fyrir þá sem vilja nota þessa frábæru göngubrú til að njóta útivistar, bæði gangandi og hjólandi - nú eða með barn í vagni.

Points

Fyrir utan að strætóstopp þarna myndi auðvelda fólki að njóta útivistar, þá þarf að bregðast við umferðarþunganum þarna á annatímum, og auðvelda fólki sem vill taka strætó, en vill ekki taka marga vagna í vinnuna, að ganga síðasta spölinn í fallegu umhverfi - eða hjóla, þó það hjóli ekki alla leið úr Hafnarfirði. Fyrir fólk sem notar strætó þarna væri tilvalið að stoppa og fara í gönguferð í Öskjuhlíðina eða Fossvogsdalinn, sem maður gerir annars alls ekki. Þetta eykur fjölbreytnina fyrir alla.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information