Grænan reit í kringum elsta hlyn borgarinnar

Grænan reit í kringum elsta hlyn borgarinnar

Á horni Vonarstrætis og Suðurgötu stendur gullfallegur hlynur sem á sér merka sögu. Enginn grænn reitur er í kringum hann, hvað þá bekkur eða dvalarreitur fyrir gangandi vegfarendur, einungis bílastæði. Þetta fallega tré gæti notið sín til muna betur með grænni alúð og umbótum í kringum það, enda á skjólgóðu svæði. Þar með væru slegnar nokkrar kylfur, miðborgin fegruð, búið til vistvænt svæði, hlúð að borgarsögu og einu elsta tré borgarinnar sýnd tilhlýðileg virðing.

Points

Stöðugt er gengið á græna reiti í Miðborginni í stað þess að bæta við þá og auðga. Gamli hlynurinn í Vonarstræti ber í sér merka borgarsögu og ræktarsögu sem vert er að sýna virðingu með því að stækk a græna reitinn í kringum tréð og hlúa betur að því. Bílastæði sem nær alveg upp að trjástofninum dregur úr fagurfræði trésins, torveldar alla vist nærri því og mengar sjónrænt og andrúmsloftið við þetta fallega tré. Allar úrbætur væru virðingarvottur við söguna.

Frábært! Einmitt tillagan sem ég vildi koma með. Nema ég myndi helst vilja sjá þetta einkabílastæði alfarið, og fallegan girtan almenningsgarð í ætt við Alþingisgarðinn koma í stað þess. Ég tel það vera algjöra tímaskekkju að það sé afspyrnuljótt bílastæði á þessum miðlæga bletti sem annars gæti verið svo yndislegur, enda liggur hann vel við sólu. Fleiri græna bletti!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information