Frisbígolfvöllur - 18 brautir

Frisbígolfvöllur - 18 brautir

Legg til að settur verði upp flottur 18 brauta frisbígolfvöllur efst í Grafarholti, ofan við Þorláksgeisla. Mikil aukning hefur orðið í þessu sporti undanfarin ár enda hentar frisbígolf öllum aldurshópum en frítt er að spila á völlunum. Það er orðin mikil þörf á því að setja upp glæsilegan völl með 18 brautum. Teigar yrðu fyrir börn, byrjendur og lengra komna. Ekki þarf að raska náttúru til að koma upp frisbígolfvelli og hann er látinn falla vel að umhverfinu.

Points

Glæsilegur og aðgengilegur staður fyrir Frisbívöll, víðamikið svæði sem vel mætti prýða frisbí brautir!

Nú eru 30 frisbígolfvellir um allt land en aðeins einn 18 brauta. Það væri því mjög gaman að fá flottan völl í Grafarholtið. Frisbígolf er frábært lýðheilsuverkefni sem hentar konum og körlum á öllum aldri.

Frisbígolf er sport fyrir alla aldurshópa og kosta lítið sem ekkert að iðka og er því einnig frábært fjölskyldusport en líka gríðarlegt keppnissport fyrir þá sem vilja fara í þá átt. En nú er sportið svo ört vaxandi að brýn nauðsýn er á öðrum 18 velli til að dreifa álagi því væri þetta frábær viðbót í grafarholtið :D

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information