Yfirbyggð hjólastæði fyrir almenning

Yfirbyggð hjólastæði fyrir almenning

Komið verði fyrir yfirbyggðum hjólastæðum sem má læsa við vinnustaði í Breiðholti. Með því að hægt sé að leggja reiðhjólum á örugga staði sem þar að auki hlífa þeim (hnökkunum sérstaklega) fyrir veðrum þá aukast líkurnar á að fólk noti reiðhjól allan ársins hring til þess að hjóla í og úr vinnu. Stæðin eru smíðuð á staðlan hátt og er hægt að fá tilbúin. Hægt er að færa þau til eftir þörf. Sjá nánar fordæmi frá Bilbao á Spáni: https://www.youtube.com/watch?v=ce-ycI52aGI

Points

Stuldir á reiðhjólum og blautir hnakkar draga úr áhuga. Með slíkri lausn tryggjum við betur öryggi og vernd fyrir hjólreiðafólk. Mikil þjónusta er nú þegar til staðar þegar við notum bíla, aukum þjónustustigið fyrir reiðhjól. Kostnaðurinn við yfirbyggð hjólastæði sem hægt er að læsa er bara brot af því sem kostar að byggja og viðhalda bílastæðum, tala ekki um bílastæðahús.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information