Of mikil bílaumferð um Nesveginn.

Of mikil bílaumferð um Nesveginn.

Allt of margir Seltirningar keyra Nesveg á leið af nesinu. Nær væri að fara Eiðsgrandann þar sem mun minni umferð gangandi er þar yfir. Hús eru beggja vegna Nesvegarins og á veturna fara skólabörn þar yfir. Því legg ég til að það verið gerðar þrengingar vestast til að beina bílaumferð sem mest eftir Eiðsgrandanum í stað Nesvegar.

Points

Eiðsgrandi, húsin öðru megin og lítil umferð gangandi yfir götuna Nesvegur, hús beggja vegna og mikil umferð gangandi og þá sérstaklega barna á leið í skóla og íþróttir, að vetrarlagi yfir götuna

Ég skil og hef samúð með því sjónarmiði að það þurfi að draga úr umferð um Nesveg en ég er ósammála því að það þurfi að auka umferð um Hringbraut, Mýragötu og Eiðsgrandann frekar. Þar býr líka fólk og þarna er nánast stöðugur straumur bíla í báðar áttir með hávaða, mengun og hættur fyrir gangandi vegfarendur sem þurfa að komast yfir þessar götur. Ég legg til að Seltirningar hugi frekar að almenningssamgöngum, t.d. strætó, eða að fólk deili bílum á leið sinni fram og aftur í gegnum Vestubæinn.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information