Færa hundagerði frá BSÍ í Hljómskálagarð

Færa hundagerði frá BSÍ í Hljómskálagarð

Að færa hundagerði frá núverandi stað við BSÍ og inn í Hljómskálagarð. Umhverfið við núverandi stað er ljótt og hávært. Í Hljómskálagarði er fallegt og friðsælt og nóg af ónýttu plássi. Það eina sem þarf að gera er að færa girðinguna nokkur hundruð metra.

Points

Skemmtilegra að viðra hund í fallegu umhverfi en ljótu. Meiri líkur á að gerðið sé notað.

Fyrir utan það að hundagerðin við BSÍ sé á vondum og háværum stað, þá er hún illa hirt og óspennandi fyrir hunda sem og fólk ! Hvernig væri að fá hundasérfræðinga til að hanna skemmtilegan "garð" eða leikvöll fyrir hundana ? Umhverfi sem væri örvandi á skemmtilegan hátt. Það eru ekki margir staðir í RVK þar sem hundar mega hlaupa frjálsir, auk þess sem fallegt og skemmtilegt umhverfi kallar á betri umgengni !

Algjörlega sammála! Ég hef aldrei séð neinn í hundagerði BSÍ enda er það mjög lítið með grófri steinmöl svo erfitt er fyrir litla hunda að hlaupa og leika sér. Mætti endilega færa gerðið á fallegri stað í bænum, með grasi og stækka það. Efast ekki um að það yrði þá mikið notað!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information