Lítill verslunarkjarni á Hagatorg

Lítill verslunarkjarni á Hagatorg

Hagatorg er stærsta hringtorgið í borginni og alls kyns þjónusta er þar í kring. Hægt væri að reka litlar, skemmtilegar verslanir á torginu, nýta þetta stóra svæði og auka líf og fjör þar sem Vesturbær og Miðbær mætast. Hugmymdir að slíkri þjónustu er t.d. blómaverslun, kaffihús, upplýsingamiðstöð, bókakaffi, hönnunarverslun, o.fl. Þetta gæfi smáum rekstraraðilum tækifæri til að vinna saman og vera sýnilegir. Þetta væri á einni hæð og tryggja þyrfti gönguleiðir til og frá torginu.

Points

Hagatorg er stærsta hrintorg borgarinnar og mætti nýta það betur og er lítillþjónustu- og verslunarkjarni ein hugmynd til þess.

Það má vissulega nýta Hagatorgið betur en í núverandi mynd fellur það illa að verslunarkjarna. Vífilsfell er þarna í spölkorn frá og mætti frekar styrkja en að setja grænan blettinn undir malbik og steypu. Lesendur kunna að benda á að græni bletturinn á Hagatorgi nýtist illa sem slíkur og það er hárrétt. Því er um að gera að styðja við hugmyndina: Breyta Hagatorgi í grænt svæði og tengja skólalóðirnar https://betrireykjavik.is/#!/post/7896

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information