Hvetja ökumenn til að leggja ekki á stígum

Hvetja ökumenn til að leggja ekki á stígum

Í miðbænum er mikið um að ökumenn, sérstaklega rútubílstjórar, leggi upp á gangstéttum eða hjólastígum. Til dæmis við Hverfisgötu. Þar eru stígarnir strax farnir að springa undan þunganum, enda ekki gerðir fyrir slík flykki og gangandi og hjólandi eiga erfiðara með að komast leiðar sinnar á meðan. Bannað ætti að vera að stöðva, þótt aðeins sé til að ferma eða afferma, á stígum borgarinnar og ökumönnum gerð frein fyrir því banni.

Points

Smárútur og vöruflutningabifreiðar hefta oft alveg umferð gangandi og hjólandi og neyða þá til að fara um götuna frekar en þar til gerðan göngu- eða hjólastíg. Það getur verið hættulegt, sérstaklega fyrir fótfúna eða fólk með barnavagna.

Stéttir eru farnar að springa þar sem þetta tíðkast relulega, enda ekki gerðar fyrir slíkt hlass. Þetta eykur viðhaldskostnað borgarinnar til muna og ætti ekki að líðast

Til hvers er verið að leggja hjólastíg við Hverfisgötuna ef það maður sveiga framhjá framhjá rútum, flutningabílum og öðrum sem leggja hálfir upp á hjólastíginn? Gott dæmi um þetta var fyrir ári síðan þegar stór flutningabíll var lagður á hjólastígnum tímunum saman fyrir utan bókina bókabúðina á horni Klapparstígs sem þýddi að fólk með barnavagna átti mjög erfitt að komast þarna framjá.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information