Brekkan ofan við Bryggjuhverfið sem skrúðgarður

Brekkan ofan við Bryggjuhverfið sem skrúðgarður

Skipuleggjum skrúðgarð í brekkunni ofan við Bryggjuhverfið. Það er gróskumikill en viltur gróður þarna, eins og grös, lúpína og tré. Það myndi fegra ásynd hverfisins að skipuleggja þetta svæði um leið og haldið er að hluta til í vilta ásýnd þess. Gerum það aðgengilegra fyrir útivist með aflíðandi stígum sem draga úr hallanum um leið og við bætum ásýnd þess og notagildi með bekkjum sem veita útsýni yfir hverfið og útivistarsvæðum með styttum og jafnvel gosbrunni.

Points

Brekkan ofan við hverfið er lítið notuð af íbúum hverfisins eða gestkomandi í dag en getur verið mikil auðlind ef hún er skipulögð með bætt aðgengi, fegurð, útivist og ánægju í huga.

Flott hugmynd sem myndi gera mikið fyrir hverfið og íbúa í kring!

Góð hugmynd Þorsteinn. Sveinn, Naustabryggju 5

Flott hugmynd sem þyrfti ekki að kosta mikla viðhöfn en myndi gera mikið fyrir hverfið og íbúa þess.

Brekkan er ekki augnayndi núna og þetta fín hugmynd til að fegra umhverfi okkar

Flott hugmynd. Myndi gera mikið fyrir hverfið.

Ágætis hugmynd. Það myndi líka auðvelda gangandi vegfarendum aðgengi að fyrirtækjum fyrir ofan hverfið (banki, pósthús, verslanir, o.fl.)

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information