Róluvöllur í Sörlaskjól

Róluvöllur í Sörlaskjól

Á svæðinu milli Faxaskjóls og Sörlaskjóls er róluvöllur sem er vanræktur og niðurnýddur.Þetta er stórt og gott útisvæði en hefur ekkert verið gert við í mörg ár. þarna þarf að endurnýja tæki, setja bekki og þrífa svæðið. Börnum fjölgar ört í hverfinu og svæðið vel afgirt og því tilvalið svæði fyrir börn að leika sér. Þarna er körfuboltavöllur en ekkert net í körfunni. Einnig þarf að snyrta tré. Skorum á borgina að taka til hendi varðandi þetta svæði.

Points

Börnum fjölgar í hverfinu og brýnt að hafa leiksvæði fyrir þau.

Þegar ég flutti hingað fyrir 8 árum með börnin min voru þar alls konar leiktæki: höll með brú og rennibraut, rólur og vegasölt. Nú er er leikvöllur í algerri niðurníðslu og ein vesaldarleg róla eftir. Mikið væri nú frábært að fá aftur almennilegan leikvöll.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information