Merkja hluti sem hafa orðið til í gegnum Betri hverfi

Merkja hluti sem hafa orðið til í gegnum Betri hverfi

Í dag hafa yfir 600 hugmyndir sem sendar voru inn á Betri hverfi (Betri Reykjavík) orðið að veruleika. Engin þeirra er merkt og því engin leið fyrir borgarbúa að átta sig á hversu mikið verkefnið hefur bætt og breytt hverfum Reykjavíkur. Lagt er til að öll verkefni sem hægt er að merkja verði merkt. Skiltið á myndinni er einungis til að skýra hugmyndina betur, það er Reykjavíkurborgar að finna ódýra og endingargóða leið til að merkja verkefnin.

Points

Samrit af þessari hugmynd er sett á öll hverfi þar sem ekki er hægt að setja inn verkefni sem fara þvert á hverfi.

Það er mjög mikilvægt í samráðslýðræði og crowd-sourcing verkefnum að þátttakendur og mögulegir þátttakendur sjái að vinna þeirra sé að nýtast. Í dag er engin leið fyrir almenning að vita að bekkurinn sem þeir sitja á, upplýsingaskiltið sem dýpkar göngutúrinn, frisbígolfvöllurinn eða hundagerðið eru lýðsprottin verkefni, þau koma frá okkur sjálfum. Besta leiðin til að koma þessum upplýsingum á framfæri er að merkja verkin, skýrt og greinilega. Það ætti ekki að vera mikið eða flókið mál.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information