áhersla á Umferðaröryggi og leiksvæði barna

áhersla á Umferðaröryggi og leiksvæði barna

Nauðsyn er að bæta umferðaröryggi á Ægisgötu. Engin göngubraut er við vesturgötu og keyra bílar alltof hratt upp Ægisgötu komandi Geirsgötuna. Einnig er öryggi ekki gott við Geirsgötuna sjálfa, á göngubrautum yfir að Marina hotel er umferðin of hröð og eru bílar alltof oft að flýta sér yfir þó að græna ljósið sé komið. Leikvellir eru mikilvægir fyrir lifandi hverfi og mætti laga marga og breyta. Bæta við rólum og mýkra undirlagi. Nýta sér ódýrar skapandi lausnir eins og sjá má víða erlendis.

Points

Mikilvægi umferðaröryggis er óumdeilanlegt og góðir, fjölbreyttir og öryggir leikvellir stuðla að því að hverfin séu lifandi og nærandi fyrir barnafjölskyldur.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information