Hleðslustöð fyrir rafbíla í Skeiðarvog

Hleðslustöð fyrir rafbíla í Skeiðarvog

Bílastæðin við Skeiðarvog eru í eigu borgarinnar og því illfært fyrir íbúa í raðhúsunum þar að fá sér rafbíl og stuðla að betra umhverfi. Kjörið væri að setja upp hleðslustöð(var) á bílastæðin, t.d. við norðurenda (hjá Ferró). Þau eru oftast laus og myndu nýtast vel í þetta.

Points

Möguleikar á að eignast rafbíl sem hægt er að stinga í samband við hleðslustöð hafa snaraukist síðustu ár og eru fjölmargir bílar í boði í dag á hagstæðu verði. Þar sem borgin á bílastæðin við Skeiðarvog geta íbúar ekki sett upp hleðslustöð þarna sjálf og útilokar það nánast að hægt sé að eignast rafbíl og stuðla þannig að bættu umhverfi.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information