Útisalerni við Frístundamiðstöðina Gufunesbæ

Útisalerni við Frístundamiðstöðina Gufunesbæ

Vantar salernisaðstöðu við Frístundamiðstöðina Gufunesbæ. Svæðið er mjög vel sótt eftir kl.16:00 og um helgar og þá er engin salernisaðstaða.

Points

Gestum á svæðinu er boðið inn í Gufunesbæinn á WC á skrifstofutíma en eftir það er engin aðstaða og það er ekki boðlegt að bjóða upp á það að gestir fari bakvið tré og örni gjörða sinna. Svæðið verður fljótt sóðalegt og óheilsusamlegt. Svæðið er paradís fyrir fjölskyldur og er mikið notað fyrir barnaafmæli, það eru góð grill og aðstaðan frábær fyrir utan salernis-leysi. Vonast til þess að þið sem lesið þetta komið á svæðið með börnin ykkar og upplifið hvað þetta svæði er mikil perla í Reykjavík.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information