Hjólastígur við Faxaskjól og Sörlaskjól

Hjólastígur við Faxaskjól og Sörlaskjól

Ég þakka fyrir viðbrögð við tillögu minni um hjólastíg við Sörlaskjól og Faxaskjól og dreg hana til baka. Eftir að hafa horft uppá sundurgrafna fjöruna í vetur og slakan frágang á því verki fannst mér að eitthvað yrði að gera þar em enginn virðist hugsa um þessa fallegu fjöru. Ég styð heilshugar friðun fjörunnar og allar tillögur sem lúta því að henni sé sinnt.

Points

Hjólastígur við Ægissíðu endar við Faxaskjól. Það veldur því að stöðugt fleiri hjólreiðamenn, skokkarar, göngufólk og fl. fara í gegnum Faxaskjól og Sörlaskjól sem skapar verulega hættu á götum þar, oft er erfitt að komast leiða sinna vegna stórra hópa sem fara þar um götur. Bónus við þessa framkvæmd er að fá almennilegan frágang í fjörunni við Sörlaskjól sem er í slæmu ástandi eftir framkvæmdir síðastliðinn vetur og er auk oft notuð sem bílastæði og jafnvel sem svefnstaður fyrir húsbíla.

Sem íbúi á horni Faxaskjóls og Sörlaskjóls fylgist ég með umferð gangandi og akandi vegfarenda og tel það ekki góða tillögu að setja hjólastíg. Ég tel brýnna að setja hraðahindranir í Faxaskjólið, bekki við sjávarsíðuna og varveita þessa náttúruferli í miðri borginni okkar. Mikið um börn að leik, fólk í gönguferðum og stöðug umferð gangandi vegfarenda yfir Faxaskjólið og á svæðinu við styttuna. Alfarið á móti hjólastíg þar sem nægt rými er á götunni sjálfri þar sem lítið bílaumferð er.

Það væri nær að setja hraðahindranir í Faxaskjólið. Túnið og fjaran draga að sér gangandi vegfarendur, hundaeigendur og börn í leik. Leikskólar koma oft í fjöruferðir sem og erlendir ferðamenn sem njóta þess að vera í friði við fjöruna. Fáránleg hugmynd.

Þetta er gata fyrir umferð úr báðum áttum og þröng fyrir, auk að það kæmi sér mjög illa fyrir íbúana og gesti að missa bílastæðin þarna. Það er auðveldlega hægt að hjóla í götunn þar sem umferð er oftast róleg, og á gangstéttinni sem er oft auð, eins og er.

Það er sjálfsagt og ætti að vera löngu búið að laga svæðið við Sörlaskjól þar sem hefur verið ekið niður í móann. Það þarf hins vegar enga hjólastígagerð til þess.

Legg til að gerð sé sú krafa til borgarinnar um samráð og samskipti varðandi breytingar á umferð um Faxaskjólið hvort heldur um hraðahindranir, hjólastíga eða aðrar hugmyndir um aðgerðir.

Það þarf að laga til í móanum við Sörlaskjól, ekki spurning. Það þarf bara ekkert að leggja hjólastíg um allar trissur til þess. Þetta er friðað svæði og mjög sjaldgæft í Reykjavik að fólk geti komist í námunda við nokkurn veginn ósnerta náttúru. Íbúar við Faxaskjól og Sörlaskjól hafa í gegnum tíðina þurft að berjast meðal annars gegn landfyllingu og byggingarsvæði lengst út í sjó. Okkar verkefni er að vernda þessa perlu, ekki láta byggja hér eða leggja malbik.

Þarna er örstuttur og mjór spotti þar sem er ekki búið að malbika allt í ræmur fyrir hjolafólk. Það er gert ráð fyrir annarri útivist og t.d eru tveir fótboltavellir og oft börn að leika sér, fjöruferðir, pikknikk, fólk í frisbí, með hunda o.s.frv. Það er mjög lítil bílaumferð og ekkert mál fyrir hjolafólk að vera á götunni. Þetta er einstakt og friðað svæði sem er sjálfsagt að varðveita án mannvirkjagerðar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information