Girðing eftir Skógarselinu meðfram Stífluseli, Strandaseli

Girðing eftir Skógarselinu meðfram Stífluseli, Strandaseli

Setja upp girðingu eða einhvers konar hljóðmúr milli Skógarsels og Stíflusels annars vegar og Skógarsels og Strandasels hins vegar, jafnvel alla leið niður að Ölduseli. Bæði er ónæði af umferð frá Skógarselinu og væri þetta einnig spurning um öryggi barna á svæðinu þar sem mikil umferð er um Skógarselið þar sem oft er keyrt langt yfir hámarkshraða. Á svæðinu fyrir neðan Skógarselið er grunnskóli og tveir leikskólar og mikið af börnum á leið í og úr skóla og einnig við leik.

Points

öryggi barna og hljóðmengun minnkar

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information