Eggertsgata verði aðskilin bílastæðum

Eggertsgata verði aðskilin bílastæðum

Að Eggertsgatan verði tengd í eina beina götu og umferðinni ekki lengur beint í gegnum bílastæði háskólagarðanna. Traffík í og úr tveimur leikskólum og Háskólabúðina er háð umtalsverðri umferð um götuna en skrýtin lykkja á Eggertsgötunni við nr. 12 veldur ítrekað nær-árekstum og umferðarruglingi. Eggertsgatan þarf að verða sín eigin gata og þarf að aðskilja frá henni bílastæðin við Eggertsgötu 12 og 24 en núna liggur umferðin í gegnum bílastæðin við leikskólana og búðina.

Points

Eggertsgatan er hættuleg eins og hún er núna. Það kann ekki góðri lukku að stýra að beina umferð í gegnum bílastæði við tvo leikskóla og Háskólabúðina sem kallar á mikla umferð gangandi vegfarenda innan um hlykkjótta götu sem virkar eins og bílastæði með engar gangstéttir og litla lýsingu.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information