Virðing þegar lík gæludýra finnast.

Virðing þegar lík gæludýra finnast.

Kattholt eða dýralæknastofa í hverju hverfi fengin til að sinna gæludýrum sem finnast dáin. Í dag er þau víst sett í poka og hent í tunnu sem meindýraeyðir tæmir 2var í viku. (sbr. sögn lögreglumanns). Kattholt og Dýraspítalinn í Víðidal vinna saman í að auglýsa þegar slasaðar eða dánar kisur finnast. Þarf þó að vera markvissara. Ákveðið ferli sem alltaf er fylgt, óháð dýrategund. Dýrin verði auglýst á vefnum og eigendur látnir vita. Að lokum séu líkin brend á sama máta og þeirra

Points

Sjálfsagt að semja annaðhvort við Kattholt (kisur - öll borgin) eða dýralæknastofur (hvert hverfi - allar dýrategundir) um að sinna utanumhaldi utan um lík dýra sem finnast í borginni. Dýrin verði auglýst á vefnum og eigendur látnir vita. Að lokum séu líkin brend á sama máta og þeirra sem eru svæfð á stofunum. Já það kostar pening, en því ekki að biðja aðila senda til tilboð til t.d. 1 árs og semja um þessa sjálfsögðu þjónustu. https://www.facebook.com/groups/109793955726192/?fref=nf

Dýraeigendur örmerkja dýrin sín til þess að hægt sé að finna eigendur fljótt ef eitthvað kemur fyrir dýrin, þessu er þó ekki fylgt eftir með látin dýr en það þyrfti að skanna þau og reyna að hafa uppi á eiganda þegar þau finnast látin svo fólk geti ákveðið hvað þau vilja gera við hræið, örugglega ekki gaman að fá til sín látinn loðinn fjölskyldumeðlim eftir nokkra daga pokalegu í engum kæli :(

Sálin mín höndlar ekki að fá annað barn heim dáið í ruslapoka... Sú eymd

Kettir eru einfaldlega partur af fjölskyldu í flestum tilvikum og fjölskyldur þurfa að fá að kveðja vin og fjölskyldumeðlim. Annað er ómannúðlegt og virðingarleysi gagnvart bæði dánu dýri sem og þess fjölskyldu!

rök með er bilað, lögregla bregst illa við þegar hringt í þá ef finnur dautt dýr , fann hundslík við tjörn vatnsmýri og lét vita til að sorgmæddur eigandi fengi að vita , fékk rembingssvör með leiðindum.

Ef lögreglan tekur svona illa í það, þegar tilkynnt er um dauð gæludýr, finnst mér að viðhorfsbreytingar varðandi þetta sé þörf innan lögreglunnar, eða við ættum að vera með sér aðila innan borgarinnar sem myndi/u sjá um þessa þjónustu við fólkið í borginni. Lang flestir tel ég að myndu vilja kveðja fjölskyldumeðlim þó hann sé ekki af sömu tegund og þess vegna ætti að koma af virðingu fram við dáin gæludýr eins og við gerum við lík af fólki. Gæludýr eru ekki meindýr!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information