Hrörlegt og ljótt húsnæði

Hrörlegt og ljótt húsnæði

Stórt hús sem áður var í ýmiskonar starfsemi en er að mestu leyti tómt og illa við haldið. Setur ljótan svip á miðpunkt hverfisins. Best væri að þetta hús yrði rifið og eitthvað fallegt sett í staðinn - lystigarður t.d.

Points

Ljótt og mikið lýti á hverfinu.

Húsið er í einkaeign.

Þó að húsið sé í einkaeign hlýtur borgin að hafa bein í nefinu til að gera kröfu um að því sem sinnt!

skrítið að enginn vilji eða fái að búa þarna í húsnæðisskortinum í borginni og laga kannski rúður og svo er mun síður brotið á heimilum.

Vandamáli er samt að ef þetta verður rifið þá verður örugglega ekki gerður listigarður eða torg, líklegast yrði gerðar tvær til þrjár 8 hæða blokkir í nafni þettingar byggðar. Annars er ég sammála því að eitthvað verður að gera.

Það væri gaman að sjá þarna starfsemi sem stuðlaði að jákvæðum hverfisanda og setti bæjarbrag á Bakkana. Ég sæi fyrir mér matarmarkað, kannski aðstöðu fyrir handverksfólk, kaffihús, jafnvel aðstöðu fyrir félagsstarf þar sem ungir og aldnir gætu komið saman og lært af hverju öðru. Fínt að fá saumastofu aftur og einhver skemmtileg sprotafyrirtæki. Toppurinn ef byggð yrði önnur hæð ofan á húsið! Þar vildi ég sjá búsetukjarna fyrir fólk með þroskahömlun, þ.e. íbúðir og starfsmannaaðstöðu.

Það þarf ekkert endilega að rífa húsið, bara halda því við og koma starfsemi í allt húsið. Það væri þess vegna hægt að vera þarna með einhver námskeið eða slíkt fyrir börn. Verslun er ekki alveg að ganga þarna, en hársnyrtistofan er mikið notuð af íbúum hverfisins. Ég myndi ekki vilja missa hana í burtu. Er ekki hægt að koma með einhverja lausn sem húsnæðið getur nýst í (nei pítsustaður virkar ekki, og ekki sjoppa heldur) en hvernig væri að hugsa aðeins út fyrir kassann?

Smá framhald. Vil minna á hvað var gert við Miðberg þegar verslun hætti í því húsnæði. Þetta væri hægt að nýta í svo margt, félagsstarf fyrir börn, eldri borgara, bókasafn, það þarf bara að fá hugmyndir yfir hvaða þjónustu ætti að bjóða þarna upp á. Vil alls ekki missa Hársnyrtistofuna í burtu.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information