Bætt umferðaröryggi á Meistaravöllum

Bætt umferðaröryggi á Meistaravöllum

Gatan skiptir hverfinu í tvennt vegna hraðaksturs. Bæta þarf við gangbrautum og gangbrautarskiltum þar sem gangstétt er tekin niður fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur, gera við hraðahindrun, setja upp hraðamerkingarskilti í götunni í stað málningar sem sést ekki nógu vel og bæta við gangbrautarmerkingum.

Points

Mörg börn fara yfir götuna til að fara í skóla. Engar gangbrautir eru merktar. Hraðahindrun er eydd og þjónar því ekki tilgangi sínum. Hraðamerkingar eru einungis málaðar á götu og sjást illa og þá sérstaklega í skammdeginu.

Ég bý sjálf við Meistaravelli og mikið er um hraðakstur á þessari götu. Göngubrautir eru illa merktar og mættu vera fleiri og helst þyrfti að fara vel yfir allar merkingar og hraðahindranir að mínu mati.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information