Bókasafnsgarður við Borgarbókasafnið í Sólheimum

Bókasafnsgarður við Borgarbókasafnið í Sólheimum

Borgarbókasafnið í Sólheimum stendur á frekar stórri lóð á besta stað í hverfinu og lóðin er ekkert nýtt og illa hirt. Hugmyndin er að stækka bókasafnið út í garðinn og hafa þar pall með stólum og bekkjum, hengirúmum eða hengistólum, leiktækjum, fallegum trjám og gróðri. Einnig væri hægt að hafa opið bókasafn útivið í anda Little Free Library (http://littlefreelibrary.org). Hér má sjá ýmsar hugsanlegar útfærslur á bókagarði: http://www.pinterest.com/warrlib/library-outdoor-areas/

Points

Bókasafnsgarður myndi stækka safnið sem er í alltof litlu húsnæði fyrir núverandi starfsemi. Fallegur og aðgengilegur bókagarður myndi stækka litla bókasafnið og gera það sýnilegra. Einnig væri mögulegt að hafa viðburði útivið, s.s. ritsmiðjur á sumrin, upplestra og námskeið sem haldin eru í safninu. Lóðin sem bókasafnið stendur á er tæplega 2000 fm en húsið sjálft er aðeins rúmlega 200 fm. Bílastæðið tekur eitthvað af lóðinni en restin er bara gras sem enginn notar.

Ég reyndi að senda þessa hugmynd inn í fyrra, en hún þótti ekki tæk þar sem það er „almennt ekki farið inn á stofnanalóðir með verkefni úr Betri hverfum“. Þetta sýnist mér ekki vera alveg rétt þar sem margar hugmyndir sem hafa fengið kosningu hafa verið á skólalóðum, við frístundaheimili, í sundlaugum o.s.frv. Auk þess var ekkert samráð haft við bókasafnið þegar hjólagrindur voru settar upp við safnið eða þegar göngustígur var lagður. Þess vegna reyni ég bara aftur að koma þessari hugmynd að ;)

sólheimasafn er vinsælt hverfissafn, í grónu hverfi, og það að hafa skemmtilegan garð í kringum þetta litla og illa farna hús mun bæði auka gæði safnsins og umhverfisins

Brilliant hugmynd. Ég (og fjölskyldan öll) nýtum okkur bókasafnið óspart en það verður að segjast eins og er að aðstaðan þar er ekki upp á marga fiska. Bókasafnsgarður er tiltölulega ódýr lausn til að stórbæta hverfið. Synd að hafa þessa stóru lóð á besta stað í hverfinu fulla af arfa og drasli þegar hægt væri að nýta hana til að gera hverfið svo miklu miklu skemmtilegra.

Góð hugmynd. Þarf að útfæra með tilliti til þess að það er gott veður hérna 3 mánuði á ári. Semsagt að það sé eitthvað þarna sem sé gaman að nýta hina 9 mánuðina, en standi ekki bara tómt.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information