Hlið á göngustíg við Vesturberg

Hlið á göngustíg við Vesturberg

Okkur íbúum við Vesturberg finnst umferð léttra mótorhjóla vera heldur hröð og i raun ekki eiga heima a þessum stíg. Þvi væri óskandi ef hægt væri að setja upp hlið eða hindranir sem draga úr þessari umferð.

Points

Mikið af börnum er þarna að leik og eiga sér oft fótum fjör að launa ef þau eiga ekki að lenda fyrir þessum farartækjum.

Hvað þá með barnavagna? Eða hjól t.d. hjól með hjólavögnum aftan í. Hlið myndu einnig hindra umferð þessara faratækja. Væri ekki nær að setja upp skilti sem bannar umferð mótórhjóla og slíkra farartækja?

nú er komin ódýr tækni til mun betra eftirlits , löggudrónar í hverju hverfi kemur fljótlega örugglega.

íbúar vita oft hverjir aka mótorvespum en lítið tilkynnt og ekki stöðvað. væri hægt að koma upp einhverju kerfi til tilkynninga kannski taka mynd svo gerendur þekkist , og taka fastar á brotunum.

Ég er algjörlega á móti því að fólk keyri á gríðarhraða á mótorhjólum eftir Vesturberginu. Hitt er annað mál ef við setjum upp hindranir þarna gætu þær líka hindrað för slökkviliðs í neyðartilfellum sem og ruslabíls sem þarna fer í gegn.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information