Rækta upp útivistarsvæðið í Úlfarsárdal

Rækta upp útivistarsvæðið í Úlfarsárdal

Planta trjám og rækta upp útivistarsvæðið í botni Úlfarsárdals sem nýtist íbúum beggja megin dalsins. Með aukinni trjárækt verður umhverfið fallegra og betra skjól. Einnig mætti rækta upp sitt hvoru megin við Reynisvatnsveg sem liggur í gegn um svæðið. Það mætti flýta því að stígar verði kláraðir svo hægt verði að ganga allan hringinn í dalnum. Myndin er tekin fyrir nokkrum dögum í Elliðaárdal sem er frábært útivistasvæði.

Points

Með aukinni trjárækt verður umhverfið fallegra, það dregur úr vindi og einnig má þá aðskilja betur Reynisvatnsveg frá útivistarsvæðinu.

Framarar eru nú þegar búnir að breyta svæðinu í hundrað fótboltavelli svo það er lítið hægt að gera annað en að planta í þá.

Flott hugmynd sem þarf að fara í framkvæmd sem fyrst. Leggja þarf áherslu á gróðursetningu trjám ofarlega í Úlfarsárdal sem eru fljótsprottin og munu veita skjól fyrir austanáttum á komandi árum. Þessi framkvæmd mundi vera til hagsbóta fyrir alla íbúa beggja vegna dalsins og bæta gæði Úlfarsárdals sem útivistasvæðis.

og í framtíðinni gera göngustíga alveg meðfram ánni og/eða stíga að ánni á völdum stöðum svo auðveldara sé að fyljast með fuglalífinu á og í kringum hana.

Þessi hugmynd hefur verið færð í Þín Rödd í ráðum borgarinnar og hægt er að finna hana hér: https://thin-rodd.betrireykjavik.is/post/9020

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information