Hundagerði á Klambratúnið

Hundagerði á Klambratúnið

Víða í stórborgum eru ferfættir félagar mannsins velkomir lausir og liðugir í almenningsgörðum eigendum og jafnvel öðrum til ánægju eins og við þekkjum. Klambratúnið er stórt og skipt í mörg svæði. Gaman væri að eitt þeirra væri girt af með það í huga að nýta sem hundagerði. Þar væri hægt að sleppa fjölskylduhundinum í leik í stutta stund á gönguferð. Sýnum umburðarlyndi og búum dýrunum góðan stað í borginni okkar.

Points

Ganga með hundinn verður skemmtilegri. Dýrið fær hreyfingu. Fjölskyldan getur sólað á túninu á góðviðrisdögum og hundurinn getur farið með. Ekki þarf að ræsa heimilisbílinn til að taka komast á leiksvæði með hundinn fyrir þá sem búa í nágrenninu.

Algjörlega borðleggjandi!

Frábær hugmynd!! Finnst ekkert pláss vera til staðar fyrir hundinn minn.

Finnst þetta frábær hugmynd. Ég á ekki hund en finnst vanta stað fyrir þá í borginni og myndi hafa gaman af því að setjast og horfa á þá leika sér á öruggu svæði.

lausir hundar eru almennt til vandræða inni í þéttbýli einkum þar sem börn eru að leik. Við erum að byggja upp samfélag fyrir fólk en ekki dýr. Þó að það væri gaman að fara með rolluna mína á túnið leyfa henni að bíta grasið er betra að fólk hafi forgang.

Ég vil koma með mótrök við mótrökum Elvars Ástráðssonar: Það er verið að sporna við lausagöngu hunda með því að hafa almennilega hundagarða. Ég er alveg viss um að fólki sem er illa við hunda myndi líða betur, vitandi af þeim innan girðingar. Og það er óraunhæft að ætla það að hundaeigendur fari út úr bænum í hvert skipti sem þeir þurfa að hreyfa hundana sína almennilega. Hundagarðar erlendis eru jafnan sóttir af fólki sem á ekki hunda en hefur yndi af þeim og vill geta umgengist þá.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information