Pétanque

Pétanque

Kúluspil sem svipar aðeins til Botsía nema það að Pétanque er spilað á malarvelli með stálkúlum, þetta er íþrótt sem hentar öllum aldurshópum og væri skemmtileg viðbót í Grafarvoginn t.d. við Gufunesbæ eða annan góðan stað í hverfinu.

Points

Eins og ég sagði hér fyrir framan er þetta íþrótt sem hentar öllum aldurshópum. Ekki síst fólki sem er komið á miðjan aldur og fer að nálgast eftirlaun að geta haft eitthvað skemmtilegt tómstundagaman og geta hitt félaga. Það má líka taka það fram að þetta er líka ódýrt sport, búnaðurinn sem þarf eru 6 stálkúlur og málband. Við vinirnir teljum að gerð vallar fyrir þetta sport þurfi ekki að vera dýr í framkvæmd og væri jafnvel áhugi á að taka þátt í gerð vallarins, slétta og raka.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information