Slysahætta við undirgöng hjá Hlíðarenda

Slysahætta við undirgöng hjá Hlíðarenda

Með aukinni hjólanotkun landsmanna þá finnst mér alltaf jafn óþægilegt að fara um þennan stað þar sem um er að ræða mikið blindhorn. Hvort sem maður er að koma úr undirgöngunum, niður gangstíginn frá Flugvallarvegi eða gangstíginn meðfram norðurhlið Hlíðarenda/Vodafonehallarinnar þá getur maður með engu móti séð hvort að það komi hjólaumferð sem muni skera þessi gangstéttarmót. Það mætti setja upp spegla til að sýna fyrir horn og glært gler í grindverkið eða fjarlægja það á þessum stað.

Points

Með aukinni hjólreiðanotkun landsmanna er það bara tímaspursmál hvenær verður slys á þessum stað. Um þennan stað fer gríðarlegur fjöldi fólks og mikill hluti þeirra eru börn og unglingar sem sækja tómstundir í Valsheimilið.

Um þennan stað fara tugir barna og unglinga á dag, ýmist gangandi eða hjólandi. Það er því miður ekki tímaspursmál hvenær þarna verður slys því undirrituð varð fyrir alvarlegu beinbroti á þessum stað fyrir ári síðan. Þarna skarast þrír hjóla- og göngustígar, sjónarhornið er mjög þröngt og engin viðvörun er til staðar. Viðvörunarskilti og speglar eru nauðsynlegir.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information