Gönguleið milli Norðlingaholts og Ögurhvarfs (verslun/þjón.)

Gönguleið milli Norðlingaholts og Ögurhvarfs (verslun/þjón.)

Það vantar alveg þægileg gönguleið/hjólaleið á milli Norðlingaholts í verslunarkjarnann í Ögurhvarfi. Það er engin verslun í hverfinu núna og því er þjónustan í Ögurhvarfi sú sem er okkur næst. Nú þegar er á þessu svæði reiðstígur en enginn göngustígur. Til að komast á göngustígum/hjólastígum yfir þarf að fara yfir Breiðholtsbrautina hjá Seláshverfinu og svo aftur undir Breiðholtsbrautina til að komast inn í Ögurhvarfið.

Points

Sé farið undir undirgöngin við Víðidalinn þarf ekki að fara yfir Breiðholtsbrautina sjálfa. Reiðvegurinn sem um ræðir er mikið notaður og varla pláss fyrir göngustíg þar hjá.

Nauðsynlegt til að tengja hverfið við næsta þjónustukjarna

Lykilatriðið er að gera nothæfa brú yfir Elliðaárnar við breiðholtsbrautina. Hvar stígurinn liggur er útfærsluatriði. Núverandi lega er hins vegar ekki góð fyrir samgöngur. Krappar beygjur upp úr undirgöngnum, upp á hól í boga og niður aftur. Betra væri skipta. Hafa reiðveg norðan megin og göngu og hjólastíg sunnan megin.

Væri ekki betra að fá verslun í hverfið? Sú verslun myndi augljóslega vera mikið nýtt af íbúum Selássins, þar sem það er kominn svo fín brú þar á milli.

Mjög mikilvægt m.a. til þess að minnka umferð - meiri líkur á að fólk fari hjólandi eða gangandi þegar það er vel greiðfært á milli hverfis og verslunar. Hinsvegar má alveg tilgreina stað og úthluta fyrir verslun í hverfinu.

Stígurinn eins og hann er í dag er nánast ófær með lítil börn. Fór þessa leið um helgina á hjóli með 5 ára og 2 ára gutta, sá litli í stól á mínu hjóli, hinn hjólaði sjálfur. Fyrir utan að þurfa 2x að fara yfir eða undir Breiðholtsbrautina er leiðin mjög hlykkjótt og liggur mikið upp og niður. Brúin yfir Elliðaárnar er svo handónýt, það tók t.d. um 15 mín hvora leið að koma okkur þrem yfir brúna! Stígur austan megin við Breiðholtsbraut er nauðsynlegur.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information