Hljóðmön meðfram Kringlumýrarbraut við Stigahlíð

Hljóðmön meðfram Kringlumýrarbraut við Stigahlíð

Úbúin verði hljóðmön við Kringlumýrarbraut / Stigahíð frá Veðurstofutúni og að Miklubraut.

Points

Hávaði er mikill af Kringlumýrarbraut og fjölmargar mismunandi útfærslur má sjá á hljóðmönum á höfuðborgarsvæðinu. Útfærsla gæti verið í formi veggjar sem þakinn er gróðri og myndar grænt belti milli götunnar og íbúðarhúsanna. Auk þess að minnka hávaða, myndi hljóðmön auka öryggi íbúa, sérstaklega þar sem töluverð endurnýjun er að verða í hverfinu og yngra fólk með börn að flytja inn. Dæmi eru um að bifreiðar hafi endað í görðum íbúa. Það myndi bæta lífsgæði í hverfinu að leysa úr þessu málefni.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information