Baðhús í gamla hegningarhúsið á Skólavörðustíg

Baðhús í gamla hegningarhúsið á Skólavörðustíg

Baðhús Reykjavíkur myndi vera hluti af hjarta borgarinnar. Gamla Hegningarhúsið umbreytist í baðhús af austur evrópskri fyrirmynd. Fyrrum fangaklefar myndu verða saunaklefar/þurrgufu. Vígslböðum yrði komið fyrir sem og köldum pottum. Í garðinum væri hægt að láta rjúka úr sér á veturna og sóla sig á sumrin. Þar væri einnig hægt að stunda hugleiðslu, jóga og Mullersæfingar. Baðhús Reykjavíkur myndi bjóða upp á heilsárskort á sanngjörnu verði. Heilsulind fyrir alla og viðbót í sundmenninguna.

Points

Frábær hugmynd. Þessi bygging á sér langa sögu sem hefur verið erfið mörgum. Nú er tilvalið að nýta þessar byggingar á jákvæðan hátt og til vellíðunnar. Tengsla í stað einangrunar. Þetta yrði vinsælt meðal lókal íbúa sem margir hafa farið í sambærileg böð erlendis.

Það er alveg hægt að sjá fyrir sér safn í salnum á efri hæðinni. Safn og lítil bókasafnsálfa með heilsutengdu efni. Húsið er stórt.

Þetta finnst mér alveg frábær hugmynd! Mjög menningarleg, skemmtileg og heilsubætandi. Flott og öðruvísi nálgun á heitavants gnægð okkar Íslendinga og nýtist túrismanum jafnt og okkur Íslendingum. Ég hlakka allavega til að mæta!

Þarna ætti auðvitað að vera safn tengt sögu hússins enda nóg af baðhúsum í Reykjavík, sundlaugar og líkamsræktarstöðvar uppfylla þau skilyrði.

Við breytinguna mun gufuþrýstingurinn í húsinu hækka mjög mikið. Ef menn gæta sín ekki gæti gufuþétting og frost eyðilagt útveggina á stuttum tíma. Ég vona að þetta verði skoðað áður en ákvörðun er tekin.

Þetta er góð hugmynd, en mér finnst hún ekki henta þessu húsi. Þarna ætti að vera lögreglu- og fangelsissafn.

Það væri fràbært, en það þyrfti loforð um að þetta breytist ekki hratt í ofurdýra túristagildru eins og blàa-lónið.. Það mætti auðvitað blanda safnapælingunni inn í þetta, baðhús með myndum af starfi lögreglu upp um alla veggi :) Sund-lög

Frábær viðbót við baðmenninguna í Reykjavík.

Skemmtileg menningarviðbót við miðbæinn.

Þessi hugmynd er til þess fallin að efla samkennd meðal íbúa miðbæjarins og snúa þróun hverfisins við. Sjarmi miðbæjarins eru íbúar þess en margir hafa þegar flutt burt. Í Berlín í Þýskalandi er til eitthvað sem heitir 'kiezsauna' eða hverfisgufubaðið og það 'límir' íbúana saman á skemmtilegan hátt þvert á stéttir, efnahag og önnur áhugamál og skoðanir. Í borg með jafnlangan og kaldan vetur ætti betri lífsgæði íbúa að vera forgansmál. Á eyju út í miðju ballarahafi er aukin fjölbreytni alltaf góð

Baðhús Reykjavíkur var almenn hreinlætisaðstaða í húsi sem stóð á Kirkjustræti 10 í miðbæ RVK. Starfsemi hófst árið 1905 á þessum stað, en lauk árið 1966, u.þ.b. ári áður en húsið var rifið 25. apríl 1967. „Böð eru hverjum manni nauðsynleg. Það er eigi síður nauðsynlegt að þvo allan líkamann, en að þvo á sér andlitið og á höndum, en það gera allir siðaðir menn daglega. Baðhús Reykjavíkur er þörf stofnun sem enginn mun telja eftir þó bæjarsjóður styrki með ríflegri fjárupphæð árlega.“

Gufuböð, nudd, nálastungur, yoga og kaffihús. Sé fyrir mér fólk í sloppum að sörta brjór eða te á meðan rýkur af þeim hitinn þó að úti sé frost og snjór. Eru það ekki nokkuð heilandi umskypti fyrir þetta hús. Salurinn á 2. hæð er friðlýstur og þar má vera löggæslusafn.

Frábær hugmynd, sem myndi glæða flóruna í miðbænum, jafnt fyrir innfædda sem ferðamenn. Einnig jákvætt að fá öðruvísi heilsulind í miðbæinn, sem er í göngufæri. Tilbreyting í veitingahúsa og lundabúðaskóginn.

Þetta er yndisleg hugmynd. Hef einmitt farið í tyrkneskt bað og hugsað í hvert sinn hversu einfalt það væri að útbúa eitt slíkt á Íslandi með allt þetta dásamlega heita vatn.

Víða í Evrópu gefst almenningi kostur á að stunda sauna böð gegn vægu verði. Oft eru saunahúsin tengd görðum með köldum böðum eða sturtum. Hér á landi er slíkt ómögulegt nema gegn háu gjaldi. Hegningarhúsið er kjörin staður fyrir slíka starfsemi. Í húsinu gæti hafist einstök stafsemi sem myndi án alls vafa festa sig í sessi. Sauna böð eru talin afar heilsusamlegur kostur og myndu sérstaklega nýtast yfir köldustu mánuðina. Starfsemi sem hér lýsir myndi vera kærkomin viðbót í flóru baðmenningar.

Þetta getur bara orðið fallegt á allan hátt -

Hvernig væri nú að virða starfsemina sem húsið hefur hýst og gera þarna safn? lögreglan og fleirri stofnanir eiga muni sem hvergi fá að sjást því ekki er fjármagn né staður til að setja það á stall. mjög merk saga á ferð sem er að grotna niður í pappakössum hér og þar.

Mjög góð hugmynd. Frumleg og skemmtileg - en er líka raunhæf og bætir einhverju "nýju" við miðbæjarstemminguna.

Vá Þetta myndi skapa góða heilunar orku í kringum þennan stað

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information