Íþrótta - og leikjaparadís við Dvergabakka og Blöndubakka

Íþrótta - og leikjaparadís við Dvergabakka og Blöndubakka

Mjög stórt leiksvæði sem mætti gera að Íþrótta og leikjaparadís fyrir krakkana í hverfinu. Þarna eru tveir körfuboltavellir og einn fótboltavöllur. Vellirnir eru illa farnir, malbikið er stagbætt og óslétt og gras vex á samskeitum. Búið er endurnýja hluta grindverks í kringum völlinn en restin er illa farin. Staurarnir eru fúnir í sundur og stendur viður út í loft, vírnetið er götótt og það skapar slysahættu.

Points

Það væri gaman að sjá þetta svæði endurnýjað frá grunni. Skipta þessu svæði í nokkur hólf, t.d. Leikvöll fyrir yngri börn, Setja upp skjólveggi með áfestum borðum til að setjast við. Setja gervigrasvöll, minigolfbraut, körfuboltavöll og skautasvell yfir veturinn svipað því og var á Ingólfstorgi sl. vetur. Lýsa þyrfti svæðið upp.

Fullkomlega sammála því að laga aðstæður hér í hverfinu og gera það fallegt enda mikill fjöldi barna í leik og starfi

Það yrði mikil gleði í hverfinu ef þetta svæði væri tekið í gegn. Hugmyndin um að skipta því upp í ólík hólf fyrir yngri og eldri börn er góð. Tek undir að lýsing þarf að vera betri.

Mæli með að þessi tillaga og önnur af svipuðum meiði hérna verði metnar saman hvað stigagjöf varðar ;-)

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information