Hundagerði á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar

Hundagerði á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar

Það vantar gott hundagerði í Reykjavík. Gerðin sem fyrir eru eru alltof lítil og illa gerð og þal. erfitt fyrir marga hundaeigendur að nýta sér þau. Túnið bakvið leikskólann Stakkaborg er svæði sem nýtist ekki í neitt, enda eitt mengaðasta svæði borgarinnar. Það væri gaman að sjá þarna stórt hundagerði með leiktækjum fyrir hundana og bekkjum fyrir hundaeigendur. Hundasvæði ættu að vera hugsuð eins og leikvellir og því væri tilvalið að setja þarna flott og öruggt hundagerði bakvið leikskólann.

Points

Algjörlega sammála þessu :) Það vantar góð hundasvæði þar sem hægt er að bjóða hundunum upp á leiktæki

Að búa með hund bíllaus miðsvæðis getur verið mjög erfitt, þröngar götur og enginn staður til að leyfa þeim að hlaupa og leika sér. Styð þetta heilshugar!

Gjörsamlega borðleggjandi!

Þetta væri frábært fyrir mína fjölskyldu.

Góð nýting á annars ónýtanlegu svæði, mjög miðsvæðis og myndi nýtast mörgum hundaeigendum. Með því að setja upp GÓÐ hundagerði þá minnka líkurnar á því að fólk stelist til að vera með hundana sína lausa á grænum svæðum eins og td. Klambratúni. Það eykur öryggi bæði fyrir hundana og almenning að hafa þá inni á öruggum hundagerðum.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information