Merkja gangbrautir almennilega um alla borg

Merkja gangbrautir almennilega um alla borg

samkvæmt umferðarlögum er skilgreining á gangbraut þessi Gangbraut: Sérstaklega merktur hluti vegar, sem ætlaður er gangandi vegfarendum til að komast yfir akbraut. Þessu er mjög ábótavant i borginni allri og mæli ég með því að borgin taki sig til og geri aftur sebrabrautir með almenninlegum merkingum/skiltum, ekki síst í nágrenni skólanna. Mjög ber á því að bílar eru ekki að stoppa þó það sé hraðahindrun á götunni og augjóst mætti vera að þar sé um gangbraut að ræða.

Points

mjög áberandi í hverfinu hér bæði í nágrenni skólanna sem og á Þúsöldinni og Vínlandsleiðinni að það aka oft allt uppí 10 bílar framhjá gangandi vegfarendum sem augljóslega bíða þess að komast yfir göturnar. Hef líka lent í þvi að stoppa fyrir gangandi vegfaranda og þá flautaði bíllinn fyir aftan mig, sá áleit greinilega að þessar hraðahindranir væru ekki hugsaðar sem gangbrautir.

Er sammála þessu, en er ekki nóg í þessu verkefni okkar að tala bara um okkar hverfi.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information