Setja tvö fótboltamörk á grassvæðið hliðina á Ljósheimaróló

Setja tvö fótboltamörk á grassvæðið hliðina á Ljósheimaróló

Þarna er frekar stórt grænt svæði sem enginn nýtir almennilega nema sem sleðabrekku á veturna. Þarna væri sniðugt að setja tvö miðlungsstór fótboltamörk sem krakkar gætu nýtt yfir sumartímann. Þetta gæti verið svipað og fótboltavöllurinn sem er hliðina á Orminum (leiktækið) í Laugardalnum. Þetta þarf ekki að vera stór völlur. Kannski þyrfti að fylla upp í einhverjar holur til að gera yfirborðið slétt.

Points

Illa nýtt grænt svæði þar sem hægt væri að gera miklu betur. Það er alveg hægt að nýta það undir fleira en sleðabrekku.

Þessi hugmynd hefur verið færð í Þín Rödd í ráðum borgarinnar og hægt er að finna hana hér: https://thin-rodd.betrireykjavik.is/post/9132

Frábær hugmynd, þarna til hliðar er líka tilbúið malbikað plan sem líklega var hugsað fyrir körfuboltavöll. Væri ekki sniðugt að bæta við körfu þarna í leiðinni ?

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information