Bæta útlit Vesturbergsins

Bæta útlit Vesturbergsins

Vesturbergið er en fjölmennasta gata Reykjavíkur, en ekki er hún sú fallegasta :( Ég legg til að fenginn verði fagaðili til að gera tillögu að bættu útliti götunnar. Á þetta sérstaklega við um svæðið meðfram götunni sömu megin og tveggja hæða raðhúsin eru. Þarna mætti setja lága skjólveggi fallegar hellur og margt fleira sem myndi gera götuna vistlegri og fallegri. Ég tel að margir íbúar þarna við götuna væru til í að leggja hönd á plóginn ef komið væri með heildarlausn fyrir götuna.

Points

Vesturbergið er ekki til fyrirmyndar eins og það er, það þarf heildarlausn til að laga þetta. Það að laga götuna myndi gera hverfið í heild fallegra og fleiri myndu vilja búa þarna. Að sjálfsögðu væri best ef þetta væri einstefnugata þá værum við ekki að fá alla umferðina úr Grafarvogi og Seljahverfi þarna í gegn.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information